Bill Clinton kominn til landsins

Bill Clinton gengur niður landganginn á Boeing þotunni á Reykjavíkurflugvelli.
Bill Clinton gengur niður landganginn á Boeing þotunni á Reykjavíkurflugvelli. mbl.is/Jim Smart

Bill Clinton, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, lenti á Reykjavíkurflugvelli laust fyrir klukkan 9 í Boeing 757 þotu. Hann mun eiga viðræður við Ólaf Ragnar Grímsson, forseta Íslands, Davíð Oddsson, forsætisráðherra og Halldór Ásgrímsson, utanríkisráðherra í dag.

Bill Clinton gekk út úr vélinni 20 mínútur yfir níu, en fulltrúar bandaríska sendiráðsins og íslenskra stjórnvalda tóku á móti honum. Þaðan hélt hann í sendiráð Bandaríkjanna við Laufásveg í Reykjavík.

Hillary Clinton, kona hans, kemur undir hádegið til landsins ásamt bandarískri þingnefnd sem mun eiga viðræður við íslenska ráðamenn og m.a. kynna sér orkumál. Clinton-hjónin halda af landi brott síðdegis í dag.

Bill Clinton.
Bill Clinton. AP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert