Bjarma sló yfir Hérað frá eldglæringum í Grímsvötnum

Fyrsta ljósmyndin sem berst af gosinu í Grímsvötnum en hún …
Fyrsta ljósmyndin sem berst af gosinu í Grímsvötnum en hún er tekin frá Kárahnjúkavirkjun í morgun. mbl.is/Þorgrímur St. Árnason

„Þessar eldglæringar stóðu yfir í um hálfa klukkustund yfir Fellaheiðinni og voru mjög tignarlegar. Á stundum voru blossarnir slíkir að það sló bjarma yfir Hérað,“ sagði Magnús Kristjánsson, flugradíómaður á Egilsstaðaflugvelli, en hann sá miklar eldglæringar í gosmekkinum frá eldstöðvunum í Grímsvötnum í nótt.

„Þetta byrjaði rétt fyrir fjögur í nótt, um klukkan 3:50 og annað hvort hafa eldingarnar hætt um hálfri stundu seinna eða mökkurinn verið orðinn það þykkur að ekkert sást,“ sagði Magnús við Fréttavef Morgunblaðsins (mbl.is).

„Ég hafði disk úti á svölum í alla nótt en það féll engin aska á hann og það eru heldur engin merki að sjá hér utandyra um gosösku frá Grímsvötnum. Jörð er alhvít og ætti að vera auðvelt að sjá ef og þegar aska fellur til jarðar.

mbl.is/Kristinn
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert