Varað við umferð um jökulinn

Búist er við að vísindamenn, sem skoðað hafa úr lofti eldstöðina við Grímsvötn síðari hluta dags, komi í Björgunarmiðstöðina Skógarhlíð kl. 18.00. Fyrir liggur að örar breytingar eru á gosinu. Af gefnu tilefni vill almannavarnadeild ríkislögreglustjórans vara við umferð um jökulinn í ljósi þess að jökullinn er sprunginn og stórhættulegur yfirferðar, en gos virðist vera komið upp á öðrum stað í Grímsvatnadældinni. Einnig er rétt að geta þess að hættulegt er að vera í gosmekkinum.

Á vef eðlisfræðisviðs Veðurstofu Íslands má nú finna síðu um gosið í Grímsvötnum, sem hófst í gær. Þar eru teknar saman ýmsar upplýsingar um aðdraganda gossins og nýjustu upplýsingar um gosið.

Vefsíða um gosið í Grímsvötnum

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert