Skjálftamælingarnar gerðu ótrúlegt gagn

Kerfi Veðurstofunnar sem mælir jarðskjálfta kom að gífurlega miklu gagni í aðdraganda Grímsvatnagossins en á grundvelli þeirra mælinga var hægt að spá fyrir um gosið með töluverðri ná kvæmni, sem og um hlaupið sem byrjaði fyrir helgi.

Ragnar Stefánsson jarðskjálftafræðingur segir mælikerfið þannig útbúið að unnt sé að tengja við það viðvörunarútbúnað sem nýtist vel t.d. þegar gos er í aðsigi. Starfsfólk veðurspárdeildar Veðurstofunnar fær viðvaranir frá mælunum og kallar út jarðskjálftafræðinga, en þannig var einmitt framvindan á mánudagskvöld þegar óróinn hófst í Grímsvötnum.

Um klukkan 18 komu viðvaranirum jarðskjálfta inn á mæla Veðurstofunnar. Jarðskjálftafræðingur á vakt athugaði mælana þótt ekki væri um að ræða mjög skýra vísbendingu um það sem í vændum var. En kl. 20 komu sterkar og þéttar skjálftahringur fram á mælum. "Þá vorum við alveg viss um að það væri að brjótast út gos þótt við gerðum okkur ekki grein fyrir því hvort það væri byrjað undir ís eða væri orðið opið gos," segir Ragnar.

Þá var strax haft samband við almannavarnir og aðra helstu aðila og klukkan 22 var orðið ljóst að um opið gos var að ræða.

Ragnar segir að skjálftamælakerfið segi nánast samstundis til um upptök skjálfta og á grundvelli þeirra upplýsinga sé hægt að ákvarða staðsetningu gosrása og meta aðdragandann.

Einn mælir er á Grímsfjalli aukmargra annarra staða á landinu. Því voru jarðskjálftafræðingar í góðri aðstöðu til að fylgjast með aðdragandandanum.

"En við rekum einnig kerfi síritandi GPS-mælinga. Þessir mælingar og aðrar GPS-mælingar hafa á síðustu mánuðum og árum sýnt að Grímsfjall og svæðið í kring hefur verið að belgja sig út og á þeim forsendum og vegna aukinnar jarðskjálftavirkni um langt skeið ályktuðu menn að líkur á gosi væru að aukast. Við sáum líka fyrir Skeiðarárhlaupið, sem hófst fyrir helgi með jarðskjálftamælingunum.

Vísindamenn voru almennt á því að ef Skeiðarárhlaup hæfist yrði þunganum létt svo mjög af Grímsvatnaeldstöðinni, að væri líklegt að gos mundi hefjast, eins og raunin varð.

Þetta jarðskjálftamælikerfi sem er uppistaðan í eftirlitskerfi Veðurstofunnar hefur reynst alveg ótrúlega vel og ekki síður viðvörunarkerfið sem tengt er við kerfið. En GPS-mælingarnar hafa líka verið afar þýðingarmiklar til að meta goslíkur með löngum fyrirvara."

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert