Ekki tilefni til lagabreytinga

Geir H. Haarde, forsætisráðherra, sagði á Alþingi í dag að hann teldi ekki að nýr úrskurður mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna um kvótakerfið gæfi tilefni til lagabreytinga hér á landi. 

Geir var að svara fyrirspurn frá Guðjóni A. Kristjánssyni, þingmanni Frjálslynda flokksins. Hann sagði, að álit mannréttindanefndarinnar væri ekki bindandi að þjóðarrétti og veitti ekki vísbendingar um hvernig nefndin vildi að við væri brugðist.

Geir vísaði til þess, að í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar væri ákvæði um að farið verði yfir fiskveiðistjórnunarkerfið á kjörtímabilinu. Þá sagði Geir að sjávarútvegs- og landbúnaðarnefnd þingsins muni fjalla um málið í vikunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert