Svar sent til mannréttindanefndar SÞ

Íslensk stjórnvöld hafa sent svar til mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna vegna úrskurðar nefndarinnar um íslenska kvótakerfið í sjávarútvegi. Þar er boðað,að efnt verði til allsherjarskoðunar á fiskveiðistjórnunarkerfinu í náinni framtíð með breytingar í huga þannig að komið verði til móts við kröfur nefndarinnar eftir því sem unnt er.

Í álitinu kemur fram, eins og Einar K. Guðfinnsson, sjávarútvegsráðherra, lýsti á Alþingi fyrir skömmu, að kærendum í málinu verði ekki greiddar skaðabætur né fiskveiðistjórnarkerfinu íslenska umbylt í einu vetfangi.

Mannréttindanefndin komst að þeirri niðurstöðu, að  brotið hafi verið gegn jafnræðisreglu sem felst í samningi um borgaraleg og stjórnmálaleg réttindi.

Svarbréfið til mannréttindanefndar SÞ

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka