Skipuð verði Evrópunefnd

Geir H. Haarde og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir tilkynna niðurstöðu miðstjórnar …
Geir H. Haarde og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir tilkynna niðurstöðu miðstjórnar Sjálfstæðisflokksins. mbl.is/Golli

Geir Haar­de for­sæt­is­ráðherra seg­ir að ákveðið hafi verið á miðstjórn­ar­fundi flokks­ins í dag að skipa sér­staka Evr­ópu­nefnd. Þá verður lands­fundi Sjálf­stæðis­flokks­ins flýtt til 29. janú­ar til 1. fe­brú­ar og á Evr­ópu­nefnd­in að ljúka störf­um fyr­ir þann tíma.

Formaður og vara­formaður nefnd­ar­inn­ar eru Kristján Þór Júlí­us­son þingmaður og Árni Sig­fús­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.

Til­lög­ur Geirs voru samþykkt­ar ein­róma á fundi miðstjórn­ar flokks­ins, en miðstjórn og þing­flokk­ur Sjálf­stæðis­flokks­ins komu sam­an til fund­ar í Val­höll í há­deg­inu.

Geir seg­ir að með þessu sé verið að skoða upp á nýtt það hags­muna­mat sem liggi til grund­vall­ar stefnu Sjálf­stæðis­flokks­ins í Evr­ópu­mál­um. „Við höf­um æv­in­lega lagt áherslu á það sé háð hags­muna­mati hvernig sam­starf okk­ar við Evr­ópu­lönd er háttað. Við göng­um ekki til þess að taka af­stöðu af því tagi á grund­velli trú­ar­vissu eða trú­ar­bragða, held­ur á grund­velli þess hvernig við telj­um að hags­mun­um Íslands sé bet­ur borgið.“

Nefnd­in mun skoða stöðu Íslands gagn­vart Evr­ópu­sam­band­inu, ríkj­um Evr­ópu og val­kost­um Íslands í alþjóðasam­starf­inu. „Þannig að við erum ekki að binda þetta ein­göngu við Evr­ópu­sam­bandið,“ seg­ir Geir.

Geir seg­ir að það sé ekki aðeins rétt­læt­an­legt held­ur einnig nauðsyn­legt að flýta lands­fund­in­um, fund­ur­inn átti að fara fram í októ­ber á næsta ári. Hann tek­ur fram að ekki sé kom­in fram ný stefna, það sé hlut­verk lands­fund­ar­ins að staðfesta stefn­una eða skipta um hana.

Geir seg­ist ekki sjálf­ur hafa skipt um skoðun í Evr­ópu­mál­un­um en að hann gengi að þessu starfi með opn­um huga. Vísaði hann m.a. til þess, að Evr­ópu­sam­bandið hefði nú sýnt Íslandi víg­tenn­urn­ar í mál­um Ices­a­ve reikn­inga Lands­bank­ans og til þess yrði vænt­an­lega litið í þeirri vinnu, sem framund­an er. „Vilj­um við vera inn­an banda­lags eða sam­bands sem beit­ir hörðu þegar um er að ræða mikla hags­muni af okk­ar hálfu? Þetta er allt sam­an sjón­ar­mið sem fólk verður að taka með sér í þetta mat. En það þýðir ekki það að matið eigi ekki að fara fram,“ sagði Geir.

„Við erum ekki að svara Sam­fylk­ing­unni með þess­ari vinnu sem að við erum að setja af stað. All­ar álykt­an­ir í þá átt eru nátt­úru­lega bara út í hött. Við erum að bregðast við breytt­um aðstæðum í þjóðfé­lag­inu á okk­ar eig­in for­send­um. Og við ger­um það hratt vegna þess að við erum flokk­ur sem er fljót­ur að bregðast við.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert