Setjast á að samningaborðinu

Árni Sigfússon.
Árni Sigfússon.

Árni Sigfússon, varaformaður sérstakrar nefndar Sjálfstæðisflokksins um Evrópumál, er þeirrar skoðunar að setjast að eigi að samningaborðinu við Evrópusambandið, ESB. Áður var hann á báðum áttum, að því er hann segir.

„Ég hafði miklar efasemdir, til dæmis vegna stöðu sjávarútvegsins, og ég velti fyrir mér sjálfstæði þjóðarinnar. Með þeirri rökræðu sem hefur verið að hefjast hef ég hins vegar fengið ýmis ágæt svör. Við stöndum þar að auki á tímamótum og málin hafa kristallast að undanförnu. Nú er tækifæri til að skapa nýja framtíðarsýn og þá skiptir máli hver staða okkar í Evrópu og alþjóðasamfélaginu verður. Við þurfum hins vegar að setjast að samningaborðinu með skýr markmið. Margir hafa spurt hver þau eigi að vera.“

Það er mat Árna að nefndin eigi að leita álits víða í samfélaginu í undirbúningsvinnunni. „Ég vil að það verði 1000 manns í nefndinni. Ég vil að við heyrum í fjölda fólks og tökum umræðuna á vítt plan.“

Að sögn Árna hafa ekki verið átök í Sjálfstæðisflokknum þótt innan hans séu bæði harðir stuðningsmenn ESB-aðildar og harðir andstæðingar aðildar. Stór hópur sjálfstæðismanna er í miðjunni, það er að segja á báðum áttum, að því er Árni greinir frá. „Fram á síðasta ár var sagt að málið væri ekki á dagskrá. Það var slegið á hönd þeirra sem vildu ræða það. Þetta hefur breyst. Nú fá allir að koma sínu að. Rökræðan er mjög mikilvæg og það er kominn tími til að taka alvöruumræðu um málið.“

Árni gerir ráð fyrir að nefndin hefji störf þegar í næstu viku. „Það er engin ástæða til að hanga yfir upphafi verkefnisins.“ 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert