Ekki einfalt mál að gefa forseta Bandaríkjanna gjafir

Jón Baldvin Hannibalsson afhendir Bill Clinton Íslendingasögurnar í Hvíta húsinu.
Jón Baldvin Hannibalsson afhendir Bill Clinton Íslendingasögurnar í Hvíta húsinu. mynd/Hvíta húsið

Jón Bald­vin Hanni­bals­son, fyrr­ver­andi ráðherra og sendi­herra, kveðst hafa svarað ut­an­rík­is­ráðuneyt­inu á sín­um tíma um af­hend­ingu bóka­gjaf­ar frá for­seta Íslands til for­seta Banda­ríkj­anna og þau svör verið tek­in að fullu gild. Í ný­út­kom­inni bók Guðjóns Friðriks­son­ar, Saga af for­seta, seg­ir að það hafi tekið 1 ár og 7 mánuði að koma bók­un­um til skila.

For­seti Íslands, Ólaf­ur Ragn­ar Gríms­son, sendi bæk­urn­ar til sendi­ráðs Íslands í Washingt­on í mars 1998 en þá var Jón Bald­vin þar sendi­herra.

„Það er ekk­ert ein­falt mál að af­henda for­seta Banda­ríkj­anna gjaf­ir vegna þess að um það gilda ákveðnar regl­ur," sagði Jón Bald­vin. Hann sagði að sum­ar gjaf­ir mætti af­henda for­set­an­um til eign­ar per­sónu­lega en aðrar fari í vöru­hús sem geym­ir slík­ar gjaf­ir. Hann seg­ir að hefðu bæk­urn­ar mátt fara í síðari flokk­inn hefði verið hægt að af­henda þær dag­inn eft­ir að þær bár­ust sendi­ráðinu. „Krafa for­set­ans [Ólafs Ragn­ars Gríms­son­ar] var að þetta yrði gert með sér­stök­um fundi - at­b­urði."

Jón Bald­vin seg­ir að eft­ir því hafi verið leitað að koma á fundi til að af­henda Bill Cl­int­on bæk­urn­ar. „Til þess var notuð bak­dyra­leið, nefni­lega sam­band sendi­ráðsins við for­setafrúna Hillary Cl­int­on. Það var sam­starf við hana og sam­starfslið henn­ar í tengsl­um við landa­funda­árið. Niðurstaðan varð að lok­um sú að áður en Hillary kom til Íslands í tengsl­um við þau mál þá beitti hún áhrif­um sín­um til að koma á fundi sem varð með Cl­int­on. Fund­ur­inn átti að taka 10 mín­út­ur en stóð í þrjú kortér. Þannig var málið leyst en það var al­gjör und­an­tekn­ing frá regl­um.

Um umkvört­un af hálfu for­seta [Íslands] um að þetta hafi tekið tíma er bara það að segja að það skipti ekki hinu minnsta máli. Um þetta liggja fyr­ir skýrsl­ur í ut­an­rík­is­ráðuneyt­inu. For­set­inn sjálf­ur lét for­seta­rit­ara skrifa dóna­leg bréf út af þessu til ut­an­rík­is­ráðuneyt­is­ins sem mér voru sýnd og ég svaraði þeim lið fyr­ir lið; rakti þar rang­færsl­ur og út­úr­snún­inga. Þessi gögn liggja fyr­ir. Þarna er vænt­an­lega sögð bara ein hlið máls­ins. Þetta var eng­in van­ræksla og full­gild svör til við því hvers vegna þetta tók tíma," sagði Jón Bald­vin.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert