Efasemdir um hlutverk forseta 17. júní

Staðhæft er í bókinni Saga af forseta, að Júlíus Hafstein hafi, sem fulltrúi forsætisráðuneytisins, lýst yfir hugsanlegum áhuga ráðuneytisins á að breyta fyrirkomulagi hátíðahalda 17. júní.

Sagði Júlíus á fundi með Önnu Kristinsdóttir borgarfulltrúa og formanni Íþrótta og tómstundarráðs, að ráðuneytið teldi til dæmis ekki endilega rétt að forseti Íslands legði blómsveig að stalli styttu Jóns Sigurðssonar við hátíðahöld á Austurvelli.

Anna segist í samtali við bókarhöfundinn, Guðjón Friðriksson, hafa horft furðu lostin á Júlíus. Hún hafi hins vegar einungis sagt þetta athyglisverða hugmynd og beðið um að fá hana senda skriflega. Slíkt bréf hafi hins vegar aldrei borist og hafi málinu þar með verið lokið. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert