LÍÚ: Óraunhæft að bera Ísland saman við Möltu

Friðrik J. Arngrímsson, framkvæmdastjóri LÍÚ.
Friðrik J. Arngrímsson, framkvæmdastjóri LÍÚ. mbl.is/Eyþór

Friðrik J. Arn­gríms­son, fram­kvæmda­stjóri LÍÚ, sagði á fundi auðlinda­hóps Evr­ópu­nefnd­ar Sjálf­stæðis­flokks­ins í Val­höll í gær að óraun­hæft væri að bera sam­an sjáv­ar­út­veg á Íslandi og á Möltu. Hann sagði raun­hæf­ara væri að horfa til Norðmanna með sam­an­b­urð. Þeir hefðu ekki fengið nein­ar var­an­leg­ar und­anþágur í samn­ingaviðræðum við Evr­ópu­sam­bandið árið 1994.  Þetta kem­ur fram á vef LÍÚ.

Stuðnings­menn aðild­ar Íslands að Evr­ópu­sam­band­inu hafa vísað til þeirra undaþága sem Malta fékk fyr­ir sinn sjáv­ar­út­veg í aðild­ar­samn­ingn­um við ESB. Fram kom í ræðu Friðriks að heild­arafli Malt­verja hefði verið 1348 tonn árið 2006. Það er ívíð meira en Bárður SH 81 veiddi á síðasta fisk­veiðiári. Bárður var þá 13,43 m lang­ur afla­marks­bát­ur, 19,67 brúttó­lest­ir að stærð, smíðaður 2001. Pét­ur Pét­urs­son ger­ir bát­inn út frá Arn­arstapa. Þriggja manna áhöfn er á Bárði, að sögn Friðriks.

Auk Friðriks fluttu er­indi á fund­in­um í gær þeir Björn Bjarna­son, dóms- og kirkju­málaráðherra og Högni Kristjáns­son, skrif­stofu­stjóri Evr­ópu­skrif­stofu ut­an­rík­is­ráðuneyt­is­ins.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert