Búist við fjölda mótmælenda

Lögreglumenn girða af öryggissvæði framan við Alþingishúsið.
Lögreglumenn girða af öryggissvæði framan við Alþingishúsið. mbl.is/Júlíus

Lögreglan var nú um hádegisbil að girða af öryggissvæði framan við Alþingishúsið en samtökin Raddir fólksins hafa boðað  til mótmælastöðu við húsið kl. 13 og hafa þegar tugir manna safnast saman á Austurvelli. Þingfundir hefjast að nýju eftir jólahlé klukkan 13:30. Ekki verður opið á þingpöllum í dag.  

„Fólk er hvatt til að hafa með sér söngbækur, sleifar, potta og pönnur, hrossabresti og flautur og allt hvaðeina sem nota má til að framleiða hávaða. Gera má ráð fyrir að mótmælastaðan taki rúman klukkutíma. Íslendingar verða að vekja þingheim af þyrnirósarsvefni," segir m.a. í tilkynningu Radda fólksins.

Lögregla er þegar með mikinn viðbúnað á Austurvelli og er greinilega við öllu búin.

Lögreglan er við öllu búin.
Lögreglan er við öllu búin. mbl.is/Júlíus
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert