Enn fjölgar á Austurvelli

Mikill mannfjöldi er nú framan við Alþingishúsið.
Mikill mannfjöldi er nú framan við Alþingishúsið. mbl.is/Júlíus

Enn fjölg­ar á Aust­ur­velli og áætl­ar blaðamaður mbl.is þar að á þriðja þúsund manns séu þar. Eld­ur log­ar enn glatt í bál­kesti, sem hlaðinn var fram­an við tengi­bygg­ingu Alþing­is fyrr í kvöld og hef­ur fólk sótt elds­mat, svo sem timb­ur og bretti, á ná­læg bygg­ing­ar­svæði.

Reynt var einnig að kveikja í Ósló­ar­trénu svo­nefnda, sem enn stend­ur á Aust­ur­velli. Eld­ur­inn náði hins veg­ar ekki að læsa sig í tréð.

Slökkvilið höfuðborg­ar­svæðis­ins er í viðbragðsstöðu að sögn varðstjóra hjá SHS.

Á þriðja tug mót­mæl­enda voru hand­tekn­ir í dag, en að sögn lög­reglu hef­ur öll­um verið sleppt. Nokkr­ir hafa verið tekn­ir hönd­um í kvöld, en ekki ligg­ur fyr­ir hversu marg­ir.

Á annað hundrað lög­reglu­menn hafa verið á vakt í dag. Að sögn varðstjóra varð að kalla út auka­mann­skap vegna mót­mæl­anna auk þess sem nokkr­ir lög­reglu­nem­ar hafa verið feng­ir til aðstoðar. „Það er bara allt lög­regluliðið eins og það legg­ur sig,“ sagði varðstjór­inn í sam­tali við mbl.is.

Eldur logar glatt í bálkesti framan við þinghúsið.
Eld­ur log­ar glatt í bál­kesti fram­an við þing­húsið. mbl.is/​Júlí­us
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka