Mannfjöldi á Austurvelli

Frá mótmælunum við Austurvöll í kvöld.
Frá mótmælunum við Austurvöll í kvöld. mbl.is/Júlíus

Talið er að á annað þúsund manns séu nú á Austurvelli við Alþingishúsið og hefur fjölgað þar mjög hratt eftir því sem liðið hefur á kvöldið. Þá hefur fólkið stöðugt bætt eldsmat á bálköst, sem hlaðinn var framan við húsið fyrr í kvöld og borið timbur og vörubretti þangað.

Reynt var einnig að kveikja í Óslóartrénu svonefnda, sem enn stendur á Austurvelli. Eldurinn náði hins vegar ekki að læsa sig í tréð.

Mótmælin hafa staðið yfir frá því kl. 13 í dag þegar Alþingi kom saman á nýjan leik. Lögreglan úðaði á mótmælendur með piparúða fyrr í dag eftir að reynt var að rýma Alþingisgarðinn án árangurs. 

Borist hafa fréttir af því, að fólk sé að koma saman á Ráðhústorginu á Akureyri til að sýna mótmælendum í Reykjavík samstöðu. 

Eldur logar glatt í bálkesti framan við þinghúsið.
Eldur logar glatt í bálkesti framan við þinghúsið. mbl.is/Júlíus
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert