Um tugur slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna hafa verið við Alþingishúsið í dag, en þeir hafa aðstoðað fólk sem hefur fengið piparúða í augun. Að sögn varðstjóra hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins hafa þeir nú þegar aðstoðað nokkra tugi mótmælenda sem og annarra.
Á bilinu 3-4 sjúkrabílar hafa verið á svæðinu frá því mótmælin hófust.
Skv. upplýsingum frá bráðmóttökunni hefur aðeins einn leitað á slysadeild í Fossvogi í dag.
Ekki liggur fyrir hversu margir hafa verið handteknir. Mótmælin standa enn yfir og hafa þau nú færst í Alþingisgarðinn og bílakjallara þinghússins.