Svæði við þinghúsið rýmt

Óeirðasveit lögreglunnar ver nú þinghúsið en fjöldi fólks er á …
Óeirðasveit lögreglunnar ver nú þinghúsið en fjöldi fólks er á Austurvelli og í Alþingisgarðinum. mbl.is/Júlíus

Sérstök óeirðasveit lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu er nú að rýma svæðið umhverfis Alþingishúsið en þar hefur fjöldi fólks safnast saman til að mótmæla í tilefni af því að þingfundir eru nú að hefjast á Alþingi. Þingið kom saman til framhaldsfunda klukkan 13:30.

Þegar þingfundur hófst heyrðist blásið í lúðra og barðar bumbur utan við húsið.  Steingrímur J. Sigfússon, formaður VG, lýsti í upphafi þingfundar furðu sinni yfir því, að ekki skyldi á fyrsta þingfundi eftir hlé rætt um stöðu efnahagsmála. „Mér finnst þetta snautlegt upphaf þingfunda með tilliti til ástandsins í þjóðfélaginu eins og við heyrum einnig hér fyrir utan," sagði Steingrímur. 

Sturla Böðvarsson, forseti þingsins, benti á að fyrsti dagskrárliður fundarins væri óundirbúnar upplýsingar þar sem hægt væri að spyrja ráðherra um það sem þingmenn kysu. 

Óeirðasveit lögreglunnar rýmdi svæðið næst þinghúsinu.
Óeirðasveit lögreglunnar rýmdi svæðið næst þinghúsinu. mbl.is/Júlíus
Mikill fjöldi fólks hefur safnast saman utan við þinghúsið.
Mikill fjöldi fólks hefur safnast saman utan við þinghúsið. mbl.is/Júlíus
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert