Geir taldi sér ógnað

Lögreglumenn reyna að ryðja bíl forsætisráðherra braut.
Lögreglumenn reyna að ryðja bíl forsætisráðherra braut. mbl.is/RAX

Geir H. Haar­de, for­sæt­is­ráðherra, sagðist nú síðdeg­is ekki geta neitað því að hann hefði talið sér vera ógnað þegar tals­verður mann­fjöldi veitt­ist að bíl hans á bíla­stæði aft­an við Stjórn­ar­ráðið í dag. Var eggj­um kastað í bíl­inn og fólk barði rúður hans að utan. 

Geir sagði, þegar hann kom til þing­flokks­fund­ar Sjálf­stæðis­flokks­ins í Val­höll í dag, að mót­mæli væru eðli­leg í öll­um lýðræðisþjóðfé­lög­um en of­beldi væri ekki það sama og mót­mæli. „Fólk þarf að gá að sér í þessu sam­bandi og ógn­andi fram­koma við sam­borg­ara er ekki við hæfi á Íslandi," sagði Geir. 

Þegar frétta­menn spurðu Geir hvort hann hefði talið sér vera ógnað í dag svaraði hann: „Ég get ekki neitað því." Aðspurður hvort ör­ygg­is­gæsla í kring­um hann verði efld í kjöl­farið sagði Geir að ekk­ert væri ákveðið í því efni. „Við eig­um ekki því að venj­ast að geta ekki farið frjáls ferða okk­ar hér."

Geir sagði að eng­in áform væru um að boða til alþing­is­kosn­inga. Þegar hann var spurður um um­mæli Ágústs Ólafs Ágústs­son­ar, vara­for­manns Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, í dag um að eðli­legt væri að boða til kosn­inga í vor, svaraði hann að menn hefðu verið að segja ým­is­legt í allt haust og vet­ur. „Það er ým­is­legt hægt að gera ef um það er sam­komu­lag. Ég vil bíða með að út­tala mig um slíka hluti þar til við formaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar höf­um náð að tala bet­ur sam­an," sagði Geir.


Geir H. Haarde ræðir við fréttamenn í Valhöll í dag.
Geir H. Haar­de ræðir við frétta­menn í Val­höll í dag. mbl.is/Ó​mar
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert