Eiríkur Bergmann Einarsson dósent fjallar um mótmælin við Austurvöll og kröfu almennings um kosningar í nýrri grein sem breska dagblaðið Guardian hefur birt á vefsíðu sinni. Þar kemur m.a. fram að mótmælin séu þau mestu í sögu lýðveldisins og jaðri við byltingu.
Lýst er þeirri tilfinningu að útrásarvíkingar hafi stolið landinu og nú sé almenningur að endurheimta sitt eigið Ísland.