Mótmælendur umkringdu Geir

Fjöldi fólks er nú við Stjórnarráðið í Lækjargötu.
Fjöldi fólks er nú við Stjórnarráðið í Lækjargötu. mbl.is/Júlíus

Hópi mót­mæl­enda tókst að um­kringja ráðherra­bif­reið Geirs H. Haar­de for­sæt­is­ráðherra nú fyr­ir stundu, en Geir var inni í bif­reiðinni. Það tók óeirðalög­reglu­menn nokkr­ar mín­út­ur að ryðja mót­mæl­end­um úr vegi svo bif­reiðin gæti ekið á brott.

Mót­mæl­end­urn­ir fóru fyr­ir aft­an stjórn­ar­ráðsbygg­ing­una og um­kringdu bif­reiðina þar. Geir sat  frammi í bif­reiðinni sem var grýtt með eggj­um og snjó.

Að sögn blaðamanns mbl.is var lög­regl­an með kylf­ur á lofti. Hann sá hins veg­ar lög­regl­una ekki beita þeim.

Um það bil 30 óeirðalög­reglu­menn hafa stillt sér upp fyr­ir fram­an stjórn­ar­ráðið þar sem fjöl­menn­ur hóp­ur mót­mæl­enda hef­ur nú safn­ast sam­an.

mbl.is/​Júlí­us
mbl.is/​Júlí­us
mbl.is/​Júlí­us
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert