Mótmæli á Ráðhústorgi

Mótmæli á Ráðhústorginu á sjötta tímanum.
Mótmæli á Ráðhústorginu á sjötta tímanum. mbl.is/skapti Hallgrímsson

Fólk safnaðist saman á Ráðhústorgi á Akureyri síðdegis og þar eru nú hátt í 200 manns; viðstaddir berja trommur og annað þess háttar og blása í flautur. Fólkið vill með þessu sýna samstöðu með mótmælendum í höfuðborginni og krefst þess að ríkisstjórnin fari frá. Allt fer rólega fram á torginu.

Klukkan 20 hefst borgarafundur í Deiglunni þar sem ræða á um niðurskurð í menntamálum og þegar þeim fundi lýkur, líklega um kl. 22, er reiknað með því að fólk safnist saman á ný á Ráðhústorgi og haldi mótmælum áfram.

Hópur fólks hittist á Ráðhústorgi í gærkvöldi til þess að sýna mótmælendum í miðborg Reykjavíkur samstöðu, trommaði, flautaði og söng. Þar var kveikt bál.

Jónas Viðar myndlistarmaður hafði skreytt skilti með andlitum Ingibjargar Sólrúnar …
Jónas Viðar myndlistarmaður hafði skreytt skilti með andlitum Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, Davíðs Oddssonar og Geirs H. Haarde mbl.is/skapti
Mótmæli á Ráðhústorgi á Akureyri síðdegis.
Mótmæli á Ráðhústorgi á Akureyri síðdegis. mbl.is/skapti
Á Ráðhústorgi síðdegis í dag.
Á Ráðhústorgi síðdegis í dag. mbl.is/skapti
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert