Mótmælt við þinghúsið á ný

mbl.is/Júlíus

Mótmælendurnir sem söfnuðust saman við stjórnarráðið eru nú komnir aftur fyrir framan þinghúsið, þar sem mótmælin hófust í dag. Lögreglan hefur einnig fært sitt lið að byggingunni. Rúmlega 100 lögreglumenn eru á svæðinu. Hluti þeirra hefur tekið sér stöðu við innganga í Alþingisgarðinn og hindrar mótmælendur í að safnast þar saman.

Stúlka ávarpaði fjöldann við þinghúsið nú rétt áðan og bað mótmælendur um að hafa hljótt og sýna fólki virðingu sem væri við útför í Dómkirkjunni. Hún sagði að þegar útförinni lyki mættu mótmælin hefjast á ný og hvatti hún mótmælendur til að framkalla svo mikinn hávaða að hann heyrðist til Fáskrúðsfjarðar.

mbl.is/Júlíus
Mótmælendur eru komnir að þinghúsinu á ný.
Mótmælendur eru komnir að þinghúsinu á ný. mbl.is/Júlíus
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka