Samþykktu ályktun um stjórnarslit

Frá fundi Samfylkingarfélagsins í Reykjavík í Þjóðleikhúskjallaranum í kvöld.
Frá fundi Samfylkingarfélagsins í Reykjavík í Þjóðleikhúskjallaranum í kvöld. mbl.is/Kristinn

Fjöl­menn­ur fé­lags­fund­ur Sam­fylk­ing­ar­fé­lags Reykja­vík­ur samþykkti rétt í þessu sam­hljóða - með dynj­andi lófa­taki - álykt­un þess efn­is að skora á þing­flokk Sam­fylk­ing­ar­inn­ar að beita sér fyr­ir því að rík­is­stjórn­ar­sam­starf­inu verði um­svifa­laust slitið, og mynduð verði stjórn sem starfi fram að kosn­ing­um sem fram fari eigi síðar en í maí 2009.

Fund­in­um er nú lokið en stefnt er að því að lesa upp álykt­un­ina á tröpp­um Þjóðleik­húss­ins.

Mik­il fagnaðarlæti brut­ust út meðal mót­mæl­enda þegar þeir fréttu að ákveðið hafi verið að samþykkja rík­is­stjórn­arslit. Slag­orðið „Van­hæf rík­is­stjórn!“ breytt­ist þá í „Áfram Ísland!“.

Óhætt er að segja að Hverf­is­gata, fyr­ir fram­an Þjóðleik­húsið og Þjóðmenn­ing­ar­húsið, sé troðfull af fólki, sem fram­kall­ar gríðarleg­an hávaða.

Ekki hef­ur komið til neinna átaka. Lög­regl­an er með mikið lið á svæðinu, en hef­ur hingað til aðeins fylgst með.

Álykt­un­in í heild sinni hljóðar svo: „Mik­il ólga og reiði er í sam­fé­lag­inu og kraf­an um kosn­ing­ar er há­vær. Sam­fylk­ing­in sem lýðræðis­leg­ur stjórn­mála­flokk­ur má ekki skella skolla­eyr­um við eðli­leg­um körf­um þjóðar­inn­ar um virkt lýðræði. Með kosn­ing­um verður þjóðin þátt­tak­endi í þeirri upp­bygg­ingu sem framund­an er.

Fé­lags­fund­ur í Sam­fylk­ing­ar­fé­lag­inu í Reykja­vík skor­ar á þing­flokk Sam­fylk­ing­ar­inn­ar að beita sér fyr­ir því að rík­is­stjórn Sam­fylk­ing­ar og Sjálf­stæðis­flokks verði slitið strax og mynduð verði ný stjórn fram að kosn­ing­um sem fram fari eigi síðar en í maí 2009.

Traust al­menn­ings verður ein­ung­is end­ur­vakið með kosn­ing­um.

Samþykkt á fé­lags­fundi í Þjóðleik­hús­kjall­ar­an­um miðviku­dag­inn 21. janú­ar 2009. “ 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka