Lögreglan ruddi sér leið vegnum varnarmúr mótmælenda við Alþingishúsið, á öðrum tímanum í nótt, og slökkti í bálkestinum. Enn eru hundruð mótmælenda á svæðinu en þó hefur töluvert fækkað í hópnum síðasta klukkutímann.
Eftir að hafa slökkt í bálinu tóku lögreglumenn sér varnarstöðu við þinghúsið en vakt verður þar í nótt svo lengi sem þörf krefur að mati lögreglu. Eru mótmælin orðin einhver þau lengstu og hatrömmustu sem orðið hafa á Austurvelli síðan inngöngu Íslands í Atlantshafsbandalagið var mótmælt árið 1949, eða fyrir 60 árum.