„Þið eruð öll rekin“

Mikið bál logar nú á tröppum Þjóðleikhússins.
Mikið bál logar nú á tröppum Þjóðleikhússins. mbl.is/Golli

„Þið eruð öll rekin,“ hrópaði ungur maður sem fór fyrir mótmælendum sem ruddu sér leið inn í Þjóðleikhúskjallarann þar sem fundur Samfylkingafélagsins í Reykjavík er senn að hefjast. Fullt er út úr dyrum og staðið meðfram öllum veggjum og setið á gólfinu. 

Fjöldi mótmælenda hefur komið sér fyrir í sundinu fyrir framan Þjóðleikhúskjallaranum þar sem fundur Samfylkingarfélagsins í Reykjavík fer senn að hefjast. Þar hrópa mótmælendur „Vanhæf ríkisstjórn“ við bumbuslátt.

Að sögn blaðamanns mbl.is, sem er á staðnum, fer ekki mikið fyrir lögreglunni. Þeir séu á bak við Þjóðleikhúsið, n.t.t. við Skuggasund.

Mótmælendunum fjölgar ört og framkalla þeir mikinn hávaða með pöttum, pönnum og trommum. Þá logar mikið bál á tröppum Þjóðleikhússins og kínverski fáninn  hefur verið dreginn að hún við Þjóðmenningarhúsið.

Mótmælendum fjölgar ört.
Mótmælendum fjölgar ört. mbl.is/Júlíus
Mótmælendur ruddust inn á fund Samfylkingarinnar í Þjóðleikhúskjallaranum.
Mótmælendur ruddust inn á fund Samfylkingarinnar í Þjóðleikhúskjallaranum. mbl.is/Kristinn
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert