„Þið eruð öll rekin“

Mikið bál logar nú á tröppum Þjóðleikhússins.
Mikið bál logar nú á tröppum Þjóðleikhússins. mbl.is/Golli

„Þið eruð öll rek­in,“ hrópaði ung­ur maður sem fór fyr­ir mót­mæl­end­um sem ruddu sér leið inn í Þjóðleik­hús­kjall­ar­ann þar sem fund­ur Sam­fylk­inga­fé­lags­ins í Reykja­vík er senn að hefjast. Fullt er út úr dyr­um og staðið meðfram öll­um veggj­um og setið á gólf­inu. 

Fjöldi mót­mæl­enda hef­ur komið sér fyr­ir í sund­inu fyr­ir fram­an Þjóðleik­hús­kjall­ar­an­um þar sem fund­ur Sam­fylk­ing­ar­fé­lags­ins í Reykja­vík fer senn að hefjast. Þar hrópa mót­mæl­end­ur „Van­hæf rík­is­stjórn“ við bumbuslátt.

Að sögn blaðamanns mbl.is, sem er á staðnum, fer ekki mikið fyr­ir lög­regl­unni. Þeir séu á bak við Þjóðleik­húsið, n.t.t. við Skugga­sund.

Mót­mæl­end­un­um fjölg­ar ört og fram­kalla þeir mik­inn hávaða með pött­um, pönn­um og tromm­um. Þá log­ar mikið bál á tröpp­um Þjóðleik­húss­ins og kín­verski fán­inn  hef­ur verið dreg­inn að hún við Þjóðmenn­ing­ar­húsið.

Mótmælendum fjölgar ört.
Mót­mæl­end­um fjölg­ar ört. mbl.is/​Júlí­us
Mótmælendur ruddust inn á fund Samfylkingarinnar í Þjóðleikhúskjallaranum.
Mót­mæl­end­ur rudd­ust inn á fund Sam­fylk­ing­ar­inn­ar í Þjóðleik­hús­kjall­ar­an­um. mbl.is/​Krist­inn
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert