Sex komu á slysadeild eftir átökin

Lög­reglumaður er nú á skamm­veru­deild Land­spít­al­ans vegna höfuðáverka sem hann hlaut í mót­mæla­átök­um í miðborg Reykja­vík­ur í nótt. Að sögn lækn­is á slysa­deild Land­spít­al­ans eru meiðsl lög­reglu­manns­ins met­in meðalal­var­leg og dvel­ur hann á skamm­veru­deild­inni til eft­ir­lits.

Fjór­ir lög­reglu­menn komu á slysa­deild­ina í nótt og er búið að út­skrifa þrjá þeirra. Einnig komu tveir al­menn­ir borg­ar­ar til aðhlynn­ing­ar eft­ir að hafa orðið fyr­ir tára­gasi.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert