Fjallað um stjórnarslitin víða um heim

Fjallað er um stjórnarslit Sjálfstæðisflokksins og Samfylkingar í fjölmiðlum víða um heim í dag. Á fréttavef BBC er fréttin efsta frétt.

Þar segir að stjórn Geir Haarde hafi fallið vegna efnahagsástandsins í kjölfar og hruns íslensku bankanna í október og mikilla mótmæla að undanförnu. Þá segir að talið sé líklegast að Samfylkingin leiti sér að nýjum samstarfsflokki fram að kosningum.

Á fréttavef Jyllands-Posten er greint frá því að Geir hafi sagt er hann tilkynnti um stjórnarslitin að honum þætti mjög miður að stjórnarsamstarfinu væri lokið þar sem hann hafi talið áframhald þess vænlegasta kostinn fram að kosningum.  

Á fréttavef CNN er einnig greint frá afsögn Björgvins Sigurðssonar viðskiparáðherra í gær og haft er eftir honum að ríkisstjórninni hafi á undanförnum þremur mánuðum mistekist að endurvekja traust almennings í kjölfar bankahrunsins.

M.a. er fjallað er um málið á vef breska blaðsins The Guardian, á vef danska blaðsins Berlingske Tidende, á vef norska blaðsins Aftenposten, á sænska vefnum DN, á fréttavef Reuters og í frétt frá AP 

Geir H. Haarde er hann tilkynnti fréttamönnum að stjórnarsamstarfinu væri …
Geir H. Haarde er hann tilkynnti fréttamönnum að stjórnarsamstarfinu væri lokið. mbl.is/Golli
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert