Rætt við yfir 300 manns

Nefndina skipa þau Sigríður Benediktsdóttir, Páll Hreinsson og Tryggvi Gunnarsson.
Nefndina skipa þau Sigríður Benediktsdóttir, Páll Hreinsson og Tryggvi Gunnarsson. mbl.is/Ómar

Rann­sókn­ar­nefnd Alþing­is hef­ur tekið form­leg­ar skýrsl­ur af rúm­lega hundrað ein­stak­ling­um auk þess að sem nefnd­in og starfs­menn henn­ar hafa  rætt við yfir 300 manns á fund­um og í viðtöl­um til að afla nán­ari skýr­inga og upp­lýs­inga t.d. um fyr­ir­liggj­andi gögn. Enn á eft­ir að ræða við fleiri en óljóst hversu marga.

Á fundi rann­sókn­ar­nefnd­ar­inn­ar í dag kom fram að fresta þurfi skil­um á skýrsl­unni til 1. fe­brú­ar. Þó er von­ast til að skil­in verði fyrr, s.s. þegar Alþingi kem­ur sam­an aft­ur eft­ir ára­mót. Þá geti skýrsl­an farið þegar í umræðu á þingi og fengið þar meðferð.

Þetta hef­ur tekið lengri tíma og er flókn­ara en við höfðum vænt­ing­ar um," sagði Tryggvi Gunn­ars­son, einn nefnd­ar­manna. „Við stönd­um frammi fyr­ir því, hvort við ætl­um að henda frá okk­ur verki sem stend­ur ekki und­ir því verki sem við átt­um að vinna eða hvort við get­um nýtt viðbót­ar­tíma og lokið því í betra formi og komið til skila þeim upp­lýs­ing­um sem við þurf­um að koma frá okk­ur.“

Gögn­in sem rann­sókn­ar­nefnd­in hef­ur und­ir hönd­um eru um­fangs­mik­il og hjá henni vænt­an­lega sam­an komn­ar á ein­um stað meiri upp­lýs­ing­ar um banka­kerfi og bankaviðskipti í einu landi en al­mennt er, hvað þá að það hafi verið gert í þágu rann­sókn­ar eins og þeirr­ar sem nefnd­inni  er ætlað að sinna.

Á fund­in­um í dag kom fram að í göng­un­um hafi komið í ljós fleiri, og í ýms­um til­vik­um flók­in og yf­ir­grips­mik­il viðskipti,  sem þörf hef­ur verið á að skoða nán­ar þannig að unnt sé að taka af­stöðu til þess hvernig eigi að fjalla um þau í skýrslu nefnd­ar­inn­ar og þá eft­ir at­vik­um hvort og hvernig þau verði af hálfu nefnd­ar­inn­ar lögð í frek­ari rann­sókn­ar­far­veg t.d. með til­kynn­ingu til sak­sókn­ara.

Meðal þess sem var skoðað var að skila bráðabirgðaskýrslu 1. nóv­em­ber en það var blásið af, m.a. vegna þess hversu tengd mál­in eru og sömu leik­end­ur í þeim flest­um.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert