Skýrslu rannsóknarnefndar seinkar

Tryggvi Gunnarsson, Páll Hreinsson og Sigríður Benediktsdóttir sitja í rannsóknarnefndinni.
Tryggvi Gunnarsson, Páll Hreinsson og Sigríður Benediktsdóttir sitja í rannsóknarnefndinni. mbl.is/Ómar

Gagna­öfl­un rann­sókn­ar­nefnd­ar Alþing­is hef­ur reynst tíma­frek­ari og yf­ir­grips­meiri en reiknað var með í fyrstu og verður ekki unnt að láta Alþingi í té full­b­urða skýrslu 1. nóv­em­ber eins og stefnt var að. Er nú miðað við að skýrsl­an komi fram eigi síðar en 1. fe­brú­ar.

Þetta kom fram á fundi for­sæt­is­nefnd­ar Alþing­is og formanna þing­flokk­anna með rann­sókn­ar­nefnd­inni í morg­un. Fram kom á blaðamanna­fundi nefnd­ar­inn­ar nú eft­ir há­degið, að enn eigi eft­ir að yf­ir­heyra fólk vegna rann­sókn­ar­inn­ar og einnig er verið að bíða eft­ir gögn­um frá út­lönd­um. Meðal ann­ars bár­ust gögn frá fjár­mála­eft­ir­liti Lúx­em­borg­ar í gær.

Nefnd­ar­menn sögðu ljóst, að ein­hverj­um mál­um yrði vísað þaðan til sér­staks sak­sókn­ara. Þá sé einnig ljóst, að skýrsla nefnd­ar­inn­ar, sem vænt­an­lega verður birt í fe­brú­ar, verði ekki tæm­andi og ýms­um spurn­ing­um verði þá enn ósvarað og þörf á frek­ari rann­sókn.

Búið er að ljúka hluta skýrsl­unn­ar en hún er nú þegar orðin um 1000 blaðsíður að lengd. Þeir sem fjallað er um í skýrsl­unni hafa and­mæla­rétt og munu þeir því á næstu vik­um fá skýrslukafla til yf­ir­lestr­ar.

Ásta Ragn­heiður Jó­hann­es­dótt­ir, for­seti Alþing­is, sagði í upp­hafi þing­fund­ar í dag, að þess megi vænta að á næst­unni verði lagt fram frum­varp til breyt­inga á lög­um sem gildi um störf rann­sókn­ar­nefnd­ar­inn­ar, þar sem skila­frest­ur­inn verði fram­lengd­ur. Að auki sé áætlað að bæta við lög­in ákvæði sem fjalla um frá­gang, varðveislu og aðgang að þeim viðamiklu gagna­grunn­um sem orðið hafi til í störf­um nefnd­ar­inn­ar, svo og um önn­ur laga­tækni­leg atriði.

Ásta Ragn­heiður sagði, að á vett­vangi for­sæt­is­nefnd­ar og formanna þing­flokk­anna hefði verið fjallað um hvernig standa á að þing­legri meðferð á skýrslu rann­sókn­ar­nefnd­ar­inn­ar. Samstaða sé um mik­il­vægi þess að sá far­veg­ur verði markaður fyr­ir fram áður en skýrsl­an verður gerð op­in­ber. Því megi vænta þess að á næstu dög­um verði lögð fram þings­álykt­un­ar­til­laga sem taki á þessu atriði. Sú til­laga mun ganga út frá því að skipuð verði sér­stök þing­manna­nefnd sem falið verði að fjalla um skýrslu rann­sókn­ar­nefnd­ar­inn­ar.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert