Fjölluðu um rannsóknarskýrslu

Steinunn Valdís Óskarsdóttir
Steinunn Valdís Óskarsdóttir

Allsherjarnefnd Alþingis fjallaði á fundi sínum í dag um hvernig vinna skuli úr skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis um bankahrunið. Formaður nefndarinnar, Steinunn Valdís Óskarsdóttir, mun svo mæla fyrir málinu á þingi í morgun.

Að sögn Steinunnar verður framhald málsins væntanlega með þeim hætti að strax eftir helgi verður skipuð nefnd þingmanna, sem í eiga sæti tveir fulltrúar hvers þingflokks, og mun nefndin ákvarða hvort ástæða sé vísa niðurstöðum rannsóknarnefndarinnar til landsdóms, sem fer með og dæmir í málum Alþingis gegn ráðherrum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka