Rannsóknarnefndin með upptöku af samtali bankastjóra

Sigurjón Þ. Árnason, Björgólfur Guðmundsson, formaður bankaráðs Landsbankans og Halldór …
Sigurjón Þ. Árnason, Björgólfur Guðmundsson, formaður bankaráðs Landsbankans og Halldór J. Kristjánsson Árvakur/Sverrir

Sölvi Tryggva­son seg­ir á bloggvef sín­um hafa það eft­ir afar traust­um heim­ild­um að rann­sókn­ar­nefnd Alþing­is hafi und­ir hönd­um upp­töku af sam­tali banka­stjóra  Lands­bank­ans, Sig­ur­jóns Árna­son­ar og Hall­dórs J. Kristjáns­son­ar við Hector Sants, yf­ir­mann fjár­mála­eft­ir­lits Bret­lands, þar sem hann tek­ur vel í þá hug­mynd að Ices­a­ve verði tekið yfir til Bret­lands gegn því að lagðar verði fram 200 millj­ón­ir punda.

„Þessi upp­hæð er í krón­um talið um það bil 40 millj­arðar. Há upp­hæð vissu­lega, en aðeins brot af þeirri upp­hæð sem nú er rædd vegna Ices­a­ve.

Sím­talið var tekið upp og nú hef­ur rann­sókn­ar­nefnd Alþing­is upp­tök­una und­ir hönd­um.

Með þessu móti hefði verið hægt að af­greiða Ices­a­ve fyr­ir lít­inn hluta af þeirri upp­hæð sem nú er rætt um að málið muni kosta okk­ur. Að sjálf­sögðu hefði ým­is­legt fleira þurft að ganga upp til þess að svo hefði mátt verða. En tæki­færið var gott og það var til staðar.

Síðla kvölds á sunnu­deg­in­um eft­ir sím­talið ör­laga­ríka var allt sett í stopp og ekk­ert meira gerðist. Einu sam­skipt­in sem áttu sér stað á milli yf­ir­manna Lands­bank­ans og stjórn­valda voru sím­töl Lands­banka­manna við aðstoðar­menn ráðherra þarna um nótt­ina. Mánu­dag­ur­inn rann upp og eft­ir­leik­inn þekkja all­ir," skrif­ar Sölvi á vef sinn.

Hér er hægt að lesa pist­il Sölva á Press­unni

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert