Fræðimenn verða á skýrsluvaktinni

Fræðimenn á Bifröst (sjá mynd), Háskólanum í Reykjavík og á …
Fræðimenn á Bifröst (sjá mynd), Háskólanum í Reykjavík og á Akureyri ætla að halda ráðstefnu um skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. Þorkell Þorkelsson

Fræðimenn innan Háskólans á Bifröst, Akureyri og Háskólans í Reykjavík undirbúa nú ráðstefnu til að rýna í niðurstöðu skýrslu rannsóknarnefndarinnar Alþingis. Þeir telja mikilvægt að fjölbreyttur hópur háskólafólks hittist og fari yfir efni hennar og sé reiðubúinn að aðstoða þjóðina við að vinna úr þeim upplýsingum sem þar komi fram.

„Við erum fjögur sem höfum talað saman og svo er fjöldi manns innan þessara háskóla sem beint og óbeint huga að þessu,“ segir Jón Ólafsson, prófessor við Háskólann á Bifröst. „Okkur finnst mikilvægt að taka þátt í að móta hvernig tekið verður á efni skýrslunnar,“ segir Jón.

„Ég vona að fjölmiðlar geti nýtt sér þá þekkingu sem er til innan háskóla og annars staðar til þess að vinna úr henni,“ segir hann og bendir á að búið sé að skapa miklar væntingar meðal þjóðarinnar fyrir niðurstöðu skýrslunnar. Hún eigi eftir að koma inn á ólík svið og því mikilvægt að fólk með sérfræðiþekkingu rýni í skýrsluna og sé til taks að ræða um og skýra einstaka þætti hennar.

Enn er óljóst hvenær skýrslan verður birt en nefnt hefur verið að hún verði birt næsta föstudag. Sú tímasetning hefur ekki fengist staðfest. Eins og fram hefur komið í Morgunblaðinu var upphaflega stefnt að því að gefa skýrsluna út í byrjun nóvember á síðasta ári. Í desember var lögum um nefndina breytt á þann veg að skýrslunni skyldi skilað „fyrir lok janúar 2010". Fljótlega varð þó ljóst að ekki myndi takast að halda þann skilafrest. 500 síðna andsvör þeirra tólf einstaklinga sem fengu að svara fyrir það sem að þeim sneri í skýrslunni dró enn útkomu hennar.


Eins og kunnugt er var rannsóknarnefnd Alþingis falið að leita sannleikans um aðdraganda og orsök falls íslensku bankanna 2008 og tengdra atburða.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert