Skýrslan tefst enn

Í rannsóknarnefndinni sitja Sigríður Benediktsdóttir, Páll Hreinsson og Tryggvi Gunnarsson.
Í rannsóknarnefndinni sitja Sigríður Benediktsdóttir, Páll Hreinsson og Tryggvi Gunnarsson. Ómar Óskarsson

Skýrslu rann­sókn­ar­nefnd­ar Alþing­is er að vænta um eða eft­ir páska, sam­kvæmt heim­ild­um Frétta­blaðsins.

Skýrsl­an átti upp­haf­lega að koma út í nóv­em­ber en þá var út­gáfu henn­ar frestað fram í fe­brú­ar. Útgáfu henn­ar var svo aft­ur frestað en nú þykir ljóst að hún kem­ur ekki út fyrr en í kring­um páska, að því er seg­ir í Frétta­blaðinu í dag.

Komið hef­ur fram að prentaða skýrsl­an er í níu bind­um, rúm­ar tvö þúsund síður, og verður prentuð í um þrjú þúsund ein­tök­um. Þegar er byrjað að prenta viðauka skýrsl­unn­ar en þeir snúa meðal ann­ars að siðferði, fjöl­miðlum og hag­sögu.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert