Rannsóknarnefnd Alþingis mun í upphafi næstu viku birta fréttatilkynningu um útgáfu skýrslu nefndarinnar. Fram kom í Fréttablaðinu í dag, að skýrslan muni væntanlega ekki koma út fyrr en um eða eftir páska.
Skýrslan átti upphaflega að koma út í nóvember en þá var útgáfu hennar frestað fram í febrúar. Sá útgáfutími stóðst ekki, m.a. vegna þess að tólf einstaklingum, sem höfðu andmælarétt, fengu lengdan frest til að koma athugasemdum á framfæri.