Taki ekki þátt í

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir.
Sigríður Ingibjörg Ingadóttir. mbl.is/GSH

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar segir nauðsynlegt, að flokkurinn taki ekki þátt í þeim leik, eftir að skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis birtist á mánudag,  að vilja ekki kannast við að bera ábyrgð á neinu og benda á aðra.

„Nauðsynlegt er að Samfylkingin taki ekki þátt í þessum leik, enda er það mikilvægt fyrir innra starf flokksins og traust kjósenda á störfum hans. Þegar skýrslan liggur fyrir verður hver og einn að gangast við ábyrgð sinni,“ segir Sigríður Ingibjörg á vefritinu Pólitík.is.

Hún segir, að eftirlitsstofnanir ríkisins, Seðlabankinn og Fjármálaeftirlitið, beri augljóslega mikla ábyrgð á þróun og hruni bankakerfisins. Almenningur geti eðlilega sagt að viðskiptabankarnir hafi ekki starfað í þeirra umboði, en það gerðu stofnanir ríkisins óumdeilanlega.

„Þegar í ljós kom að þessar stofnanir voru ekki vandanum vaxnar og höfðu brugðist hlutverki sínu, blasti við að skipta þyrfti um stjórnendur þeirra. Það má því segja að þeir hafi verið látnir axla ábyrgð á stofnunum sínum, enda nýir stjórnendur forsenda þess að byggja upp traust að nýju.
Skýrsla rannsóknarnefndarinnar mun eflaust varpa nýju ljósi á bankakerfið og samskipti Seðlabankans og Fjármálaeftirlitsins við það. Mesta eftirvæntingin er þó að vita hvað nefndin segir um ríkisstjórnir síðustu ára, m.a. ríkisstjórn Geirs H. Haarde, en þar liggur hin pólitíska ábyrgð og jafnvel lagaleg ábyrgð einnig ef skýrslan gefur tilefni til slíks," segir Sigríður.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka