Fólk haldi ró sinni

Ragna Árnadóttir, dóms- og kirkjumálaráðherra.
Ragna Árnadóttir, dóms- og kirkjumálaráðherra. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Ragna Árnadóttir dómsmálaráðherra hvetur fólk til að halda ró sinni og stillingu á morgun, þegar skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis kemur út. Þetta kom fram í RÚV. Óvissa er um að takist að prenta öll eintök skýrslunnar fyrir morgundaginn,6.000 eintök.

Ráðherra segist hafa fengið fullvissu um að lögreglumenn muni standa vaktina á morgun, en Landssamband lögreglumanna hefur lýst áhyggjum af viðbrögðum almennings við skýrslunni. Ragna segist skilja þær áhyggjur, lögreglumenn hafi staðið í framvarðasveit í búsáhaldabyltingunni með miklum sóma. Lögreglumenn muni væntanlega gegna skyldum sínum hér eftir sem hingað til.

Ragna sagði á RÚV að enginn sérstakur viðbúnaður væri vegna útkomu skýrslunnar, hún hefði rætt við formann Landssambands lögreglumanna sem hefði fullvissað sig um að hans menn myndu standa sínar vaktir.

Óvissa er um að takist að prenta öll sex þúsund eintök af skýrslunni sem ráðgert var, að því er kom fram á RÚV.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka