„Allir á árarnar“

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir

Hinn 22. febrúar 2008 stóð utanríkisráðuneytið fyrir ráðstefnu undir heitinu „Umfjöllun um íslenska fjármálageirann – hlutverk utanríkisþjónustunnar“. Þar flutti Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, utanríkisráðherra, ávarp sem nefndist „Allir á árarnar“.

Fjallað er um ráðstefnuna í 19. kafla skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis.

Í skýrslu Ingibjargar Sólrúnar fyrir rannsóknarnefnd Alþingis sagði hún: „Já, það var orðsporsmálið sem þar var verið að tala um, þ.e.a.s. hvernig við gætum – ja, kannski stutt við íslenska bankakerfið með því að koma á framfæri upplýsingum sem við töldum góðar og réttar um bankakerfið, að það stæði tiltölulega traustum fótum, það hefði ekki tekið þátt í þessum „sub-prime lánum“, eiginfjárstaðan væri góð o.s.frv. Það var kannski þetta sem var verið að koma á framfæri við okkar fulltrúa erlendis.“

Í skýrslu sinni lét Geir H. Haarde þessi orð falla um sendiherraráðstefnuna: „Um þetta leyti líka [...] kallar utanríkisráðuneytið sendiherra í útlöndum heim og það er haldin svokölluð sendiherrastefna. Ekki veit ég hvort það var eingöngu út af þessu tilefni sem ég ætla að segja frá, en alla vega það er gert og þar er meginefnið þá það að fara yfir stöðu bankanna þannig að sendiherrarnir séu upplýstir, geti svarað spurningum, geti brugðist við, blandað sér í málin ef þess gerist þörf. Það reyndar er ekki, auðvitað var það mjög mismunandi eftir löndum hvað menn þurftu að vera mikið að hafa sig í frammi.

Þarna er farið yfir það að staða bankanna sé miklu betri en af er látið í erlendum fjölmiðlum, þangað mæta fulltrúar bankanna þriggja stóru, ég man nú ekki hverjir það voru, auk fulltrúa Fjármálaeftirlitsins og Seðlabankans til að kynna þeim þennan boðskap. Og þarna eru lögð fram skrifleg gögn [...] Þetta er svona dæmi um það sem var í gangi, sagði Geir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka