Fundur hafinn með nefndinni

Lögreglumenn flytja skýrsluna í Alþingishúsið.
Lögreglumenn flytja skýrsluna í Alþingishúsið. mbl.is/Halldór Kolbeins

Fundur forsætisnefndar Alþingis og rannsóknarnefndar þingsins er hafinn í Alþingishúsinu en þar gerir rannsóknarnefndin grein fyrir starfi sínu. Nefndin mun afhenda forseta Alþingis skýrslu sína formlega klukkan 10 í efrideildarsalnum í Alþingishúsinu en skýrslan verður aðgengileg á netinu klukkan 10:20.

Rannsóknarnefndin heldur blaðamannafund klukkan 10:30 þar sem kynntar verða niðurstöður  nefndarinnar um aðdraganda og orsök falls íslensku bankanna 2008. Einnig verður gerð grein fyrir skýrslu vinnuhóps sem hafði það hlutverk að svara því hvort skýringar á falli íslensku bankanna og tengdum efnahagsáföllum mætti að einhverju leyti finna í starfsháttum og siðferði.

Fundurinn verður sendur út í beinni útsendingu á mbl.is. Einnig munu fréttamenn mbl.is fjalla um fundinn á meðan hann stendur yfir, bæði í fréttum og á Twitter-færslum.

Salurinn í Iðnó þar sem blaðamannafundur rannsóknarnefndar Alþingis fer fram.
Salurinn í Iðnó þar sem blaðamannafundur rannsóknarnefndar Alþingis fer fram. mbl.is/Ómar
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert