Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, forseti Alþingis, tók við fyrsta eintaki skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. Páll Hreinsson, formaður nefndarinnar, segir skýrsluna vera upplýsingagagn sem er ætlað að veita upplýsingar um undanfara hrunsins. Prentað eintak er 2.300 síður og rúmlega 1.000 síður til viðbótar á netinu.
Ásta Ragheiður þakkaði nefndarmönnum og þeim sem hafa komið að siðferðisskýrslunni fyrir þeirra störf. Hún segir að útgáfan á netinu sé aðalútgáfa skýrslunnar enda netnotkun sérstaklega mikil á Íslandi eða um 90%.