Helstu stjórnendur Kaupþings ráku snekkju sem var í ferðum á Miðjarðarhafi á árinu 2008 nokkrum mánuðum áður en bankinn varð gjaldþrota.
Magnúsar Guðmundssonar, bankastjóri Kaupþings í Lúxemborg sendi 17. febrúar 2008 tölvubréf til Ágústs
Guðmundssonar, Lýðs Guðmundssonar, Hreiðars Más Sigurðssonar,
Steingríms Kárasonar, Ármanns Þorvaldssonar og Sigurðar Einarssonar.
„Það þarf að gera fleirra en það sem gott þykir, og nú er komið að því að skrifa smá um Mariu, að því að ég hef svo lítið að gera, þá virðist sem þetta hafi endað mínum herðum :-)dallurinn verður laus úr slipp um miðjan April, og getur farið hvert sem er í miðjarðarhafinu og Adriarhafinu. Grísku eyjarnar, austurströnd Italíu, vesturströnd Króatíu væru perfect á þessum tíma, Ég hef fengið fyrirspurnir útí dallinn frá Edminston, Armani og í gegnum Richard sem sér um hann. Ég hef ákveðið að leigja hann út (nema þið óskið eftir öðru) á eur 200.000 nettó til okkar á viku til aðila utan hópsins. Mín hugmynd er að leigja hann út í ca 6-8 vikur sem myndi hjálpa til með rekstrarkostnað sem er 2,7 milljónir.
Ef þið viljið taka frá vikur í sumar þá þarf ég að blokkera það frá leigunni og við þurfum að ákveða hver kostnaðurinn eigi að vera við það, ég legg til 75 til 125k á viku, tvær vikur á mann og þá er „hagnaður“ af rekstrinum eftir fjarmagnskostnað. En við tökum allir á besta tíma þá fáum við væntanleg ekki góða leigu frá 3 aðila.
Hugmynd April – Mai 75 eur á viku
June 100 á viku
July – August 125 á viku
september 100 á viku
Tökum stöðuna í haust, ef við erum ríkir við getum haldið áfram, ef við erum enn fátækir seljum við dallinn. Eftir breytingar þá reiknast mér til að snekkjan standi í eur 25 m með fjármagnskostnaði frá því í sumar og stendur hún meira en vel undir því verði þar sem eftirspurn er enn mjög mikil.
Praktísk mál
Mér líður best persónuleg og vinnulega með að segja að við leigjum dallinn en eigum hann ekki, enda kemur engum það við, en þið vitið hvað fólk talar mikið [...]“