KPMG með 36 skúffufyrirtæki

mbl.is/Sverrir

Samkvæmt skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis, 9. bindi, kom í ljós mynstur svonefndra skúffufyrirtækja þegar fyrirtækjanet var teiknað. Um fjölda fyrirtækjatenginga við ráðgjafarstofu var að ræða og flest fyrirtæki tengdust KPMG, eða 36 fyrirtæki.

Tóku þessi skúffufyrirtæki oft nafnbreytingu, báru t.d. í upphafi nöfn sem byrjuðu á AB eða FS og síðan númeri. Nöfnum þeirra var svo breytt þegar kennitölur þeirra voru teknar í notkun. Sem dæmi hét Jötunn Holding ehf. áður AB73 ehf., Intramatrix ehf. hét áður AB74 ehf. og AB75 ehf., sem síðar fékk nafnið Icelandic Capital Fund ehf.

Til að kanna nánar tilurð „skúffufyrirtækja“ var skoðað hvaða aðilar stofnuðu flest fyrirtæki. Í ljós kom að endurskoðunarfyrirtæki eða fyrirtæki tengd þeim og lögmannsstofur stofnuðu flest fyrirtæki á þeim árum sem til athugunar voru, árin 2003-2008.

Fyrirtækjakennitölur á lager 

Nokkrir einstaklingar stofnuðu einnig fjölda fyrirtækja en þar fóru fremstir í flokki einstaklingar sem starfað hafa hjá endurskoðunarfyrirtækjum eða sem lögmenn. Þessir aðilar stofnuðu allir fyrirtæki fyrir þriðja aðila og áttu í mörgum tilfellum fyrirtækjakennitölur á lager, segir í skýrslunni, svo hægt væri að grípa til þeirra með litlum fyrirvara, „sem sést á því að þessir aðilar eru skráðir fyrir kennitölunum í nokkurn tíma þangað til aðrir aðilar taka við bæði eignarhaldi, stjórnarsetu og prókúru,“ segir í 9. bindi skýrslunnar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert