Ótæk vinnubrögð

Rann­sókn­ar­nefnd Alþing­is seg­ir í skýrslu sinni, sem kom út í dag, að vinnu­brögð yf­ir­valda við viðlagaund­ir­bún­ing með það að mark­miði að verja fjár­mála­kerfi lands­ins og aðra grund­vall­ar­hags­muni rík­is og þjóðar í byrj­un októ­ber 2008 hafi verið ótæk.

„Þau voru á eng­an hátt í sam­ræmi við það hvernig þjóðir með þróaða fjár­mála­markaði og stjórn­sýslu haga al­mennt starfs­hátt­um sín­um," seg­ir rann­sókn­ar­nefnd­in í skýrsl­unni. 

Fram kem­ur, að  eft­ir að ljóst varð að aðgerðir rík­is­stjórn­ar­inn­ar í mál­um Glitn­is und­ir lok sept­em­ber 2008 höfðu ekki borið ár­ang­ur hafi tekið við ákveðið stjórn­leysi við í viðbúnaðar­mál­um rík­is­ins. Seðlabanki og rík­is­stjórn gengu ekki í takt og yf­ir­stjórn skorti. Þá var ekki  tekið af skarið um hvert stefna bæri.

Með því að kveðja til hóp sér­fræðinga að morgni 4. októ­ber 2008 tók  for­sæt­is­ráðherra loks ákvörðun og lagði málið í ákveðinn far­veg. Var þar um að ræða þriðja hóp­inn á skömm­um tíma sem hafði verið falið að vinna að viðlagaund­ir­bún­ingi.

Sam­ráðshóp­ur stjórn­valda hafði feng­ist við viðlagaund­ir­bún­ing frá 21. fe­brú­ar 2006 til 3. októ­ber 2008. Hóp­ur sem Seðlabank­inn kvaddi til vann að viðlagaund­ir­bún­ingi frá 30. sept­em­ber til 3. októ­ber 2008. Hinn nýi sér­fræðinga­hóp­ur for­sæt­is­ráðherra vann síðan að viðlagaund­ir­bún­ingi frá 4. októ­ber 2008. Í upp­hafi fékk hann þó ekki aðgang að öll­um afrakstri vinnu hinna hóp­anna tveggja.

„Til marks um það hversu lít­ill grunn­ur var lagður að þessu starfi má nefna að það var fyrsta verk­efni hóps­ins að prenta út árs­reikn­inga stóru fjár­mála­fyr­ir­tækj­anna á starfs­stöð eins meðlima hóps­ins í Há­skól­an­um í Reykja­vík. Fram­an­greind vinnu­brögð yf­ir­valda við viðlagaund­ir­bún­ing með það að mark­miði að verja fjár­mála­kerfi lands­ins og aðra grund­vall­ar­hags­muni rík­is og þjóðar voru ótæk," seg­ir rann­sókn­ar­nefnd­in.

Neyðarlög í miklu tíma­hraki

Rann­sókn­ar­nefnd­in seg­ir, að þegar kom að samn­ingu hinna svo­kölluðu neyðarlaga, sem sett voru 6. októ­ber 2008, megi í stór­um drátt­um segja að það eina sem kom sýni­lega að not­um úr vinnu sam­ráðshóps stjórn­valda hafi verið þau drög að ákvæði, sem varð að 100. grein laga   um fjár­mála­fyr­ir­tæki.

„Í gróf­um drátt­um voru önn­ur ákvæði neyðarlag­anna sam­in dag­ana 4.–6. októ­ber 2008 í miklu tíma­hraki. Mörg hver voru afar flók­in og yf­ir­grips­mik­il. Þeir sem sömdu þau nutu ekki aðstoðar sér­fræðinga á sviðum sem mikið hlaut þó að reyna á við út­færslu frum­varps­ins, t.d. á sviði gjaldþrota­rétt­ar," seg­ir rann­sókn­ar­nefnd­in.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert