Stjórnmálamenn rísi undir ábyrgð

Bjarni Benediktsson á Alþingi í dag.
Bjarni Benediktsson á Alþingi í dag. mbl.is/Árni Sæberg

Bjarni Bene­dikts­son, formaður Sjálf­stæðis­flokks, seg­ir skýrslu rann­sókn­ar­nefnd­ar leggja rík­ar skyld­ur á herðar þing­manna, og það varði miklu að stjórn­mála­menn rísi und­ir þeirri ábyrgð sem þjóðin ger­ir kröfu um. Hann lýs­ir Sjálf­stæðis­flokk­inn til­bú­inn til þessa verks að vinna að nauðsyn­leg­um úr­bót­um.

Bjarni sagði aug­ljóst að framtíð bank­anna var skrifuð í ský­in fyr­ir árið 2008 og alþjóðleg fjár­málakrísa skipti litlu um fall þeirra. Hon­um hafi mis­boðið líkt og þjóðinni allri lýs­ing­in á fram­ferði eig­enda og stjórn­enda bank­anna. Þeir hafi mis­notað aðstöðu sína með gróf­um hætti og slíka fram­göngu verði að stöðva. Hún verði að heyra sög­unni til. Þeir ein­stak­ling­ar sem fóru á svig við lög og regl­ur verði látn­ir sæta ábyrgð.

Hann lýsti einnig von­brigðum sín­um með rétt­ar­kerfið, þ.e. hversu seint gangi að rann­saka mál og ákæra í þeim. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert