Stund sannleikans eftir geðveika rússíbanahelgi

Össur Skarphéðinsson, iðnaðarráðherra, yfirgefur Ráðherrabústaðinn eftir langa fundarsetu helgina 4.-5. …
Össur Skarphéðinsson, iðnaðarráðherra, yfirgefur Ráðherrabústaðinn eftir langa fundarsetu helgina 4.-5. október 2008. mbl.is/Brynjar Gauti

Fram kem­ur í skýrslu rann­sókn­ar­nefnd­ar Alþing­is, að ís­lensk­ir ráðamenn gerðu sér grein fyr­ir því á fundi með full­trú­um fjár­fest­ing­ar­bank­ans J.P. Morg­un aðfaranótt 6. októ­ber 2008, að grípa þyrfti til neyðarlaga og að bank­arn­ir myndu vænt­an­lega hrynja.

Björg­vin G. Sig­urðsson, þáver­andi viðskiptaráðherra, sagði við rann­sókn­ar­nefnd­ina, að  þetta hefði verið stund sann­leik­ans eft­ir  geðveika rúss­íbana­helgi, „sem var kannski meira og minna byggð á ósk­hyggju, ör­ugg­lega eft­ir á.“

Þrír starfs­menn J.P. Morg­an höfðu komið til lands­ins upp úr há­degi sunnu­dag­inn 5. októ­ber 2008 sam­kvæmt ósk Seðlabanka Íslands og voru að störf­um þar um kvöldið. Þess­ir starfs­menn J.P. Morg­an höfðu áður veitt Seðlabank­an­um ráðgjöf og þekktu því til aðstæðna á ís­lensk­um fjár­mála­markaði.

Jón Þ. Sig­ur­geirs­son, sér­fræðing­ur á skrif­stofu banka­stjórn­ar Seðlabank­ans, lýsti því við skýrslu­töku að þegar leið á sunnu­dags­kvöldið hefðu starfs­menn Seðlabank­ans talið að það kynni að vera gagn­legt fyr­ir full­trúa rík­is­stjórn­ar­inn­ar að hitta þessa starfs­menn J.P. Morg­an og heyra þeirra sýn á stöðu mála.

Eft­ir að hafa rætt við banka­stjóra Seðlabank­ans, sagðist Jón hafa náð tali af Baldri Guðlaugs­syni, ráðuneyt­is­stjóra, og niðurstaðan hefði orðið sú að starfs­menn J.P. Morg­an kæmu niður í Ráðherra­bú­stað til fund­ar við ráðherra. Starfs­menn J.P. Morg­an sem fóru til fund­ar­ins voru Michael Ridley, Joh­an Ber­g­endahl og Gary Weiss. Sá fyrst­nefndi hafði orð fyr­ir þeim á fund­in­um og að sögn Ridley hófst fund­ur­inn ekki fyrr en und­ir kl. 2 um nótt­ina.

Auk Geirs H. Haar­de voru á fund­in­um Árni M. Mat­hiesen, Björg­vin G. Sig­urðsson, viðskiptaráðherra, Össur Skarp­héðins­son, iðnaðarráðherra, auk ráðuneyt­is­stjór­anna Bolla Þórs Bolla­son­ar og Bald­urs Guðlaugs­son­ar. Við skýrslu­töku lýsti Geir H. Haar­de því að starfs­menn J.P. Morg­an hefðu verið hér­lend­is á veg­um Seðlabank­ans og upp hefði komið sú hug­mynd að það gæti verið „heppi­legt og jafn­vel nauðsyn­legt“ fyr­ir ráðherr­ana að hitta þessa menn.

Geir sagði að sig minnti að hug­mynd­in hefði komið frá Davíð Odds­syni. Geir sagði einnig: „Nú það er fleira sem ger­ist þessa helgi vegna þess að hann,  formaður banka­stjórn­ar­inn­ar, tal­ar við koll­ega sína í Bretlandi, þið hafið ef­laust út­skrift­ina að því sam­tali. Hann taldi að þar hefðu fallið mjög mik­il­væg um­mæli sem mætti túlka þannig að Bank of Eng­land og Bret­arn­ir mundu hafa skiln­ing á því sem hér þyrfti að gera, þ.e.a.s. þetta „ring fenc­ing“ dæmi, skipta upp í gamla og nýja, það væri skiln­ing­ur á því að við þess­ar aðstæður væri ekki hægt að hugsa um annað en ís­lenska hags­muni.“

Íslensku bank­arn­ir gætu ekki lifað af

Um fund­inn með J.P. Morg­an sagði Geir við rann­sókn­ar­nefnd­ina: „[...] það var aðallega einn maður sem var í for­svari fyr­ir þá, þeir voru þarna þrír, þeir voru orðnir mjög þreytt­ir þegar þetta var reynd­ar, eins og fleiri fund­ar­menn en þetta var allt mjög skýrt engu að síður sem frá þeim kom og þeir sögðu svona í stuttu máli það að til­raun­in með að gera Ísland að svona mik­il­vægu – sem ís­lensku bank­arn­ir hefðu gert með því að stækka svona hratt – hefði mistek­ist og gæti ekki lifað af við þær aðstæður sem skap­ast höfðu á alþjóðamarkaðinum og nú væri ekk­ert að gera annað en að grípa í taum­ana og það væri best að gera það með þeim hætti sem menn voru að tala um.“

Geir sagði að full­trú­ar J.P. Morg­an hefðu talið að þetta væri „búið spil“. Geir sagði síðan: „Ég er ekki viss um að það hafi verið sér­stak­lega nefnt en öll­um sem sátu þenn­an fund var ljós al­vara máls­ins og hvað þeir voru í raun og veru að segja al­var­lega hluti og þegar þetta var varð mér ljóst að við þyrft­um að gera ráðstaf­an­ir til að fara í sjón­varpið þarna dag­inn eft­ir o.s.frv.“

Jón Steins­son, hag­fræðing­ur, lýsti því við skýrslu­töku að hann hefði verið í Ráðherra­bú­staðnum þetta kvöld ásamt Friðriki Má Bald­urs­syni, hag­fræðingi,og Jóni Þór Sturlu­syni, aðstoðar­manni viðskiptaráðherra. Sturla Páls­son, fram­kvæmda­stjóri alþjóða- og markaðssviðs Seðlabank­ans, hefði komið íRáðherra­bú­staðinn með full­trú­um J.P. Morg­an.

Geir and­víg­ur fjöl­menni á fundi

Síðan sagði Jón: „Bolli var bú­inn að tjá okk­ur að það væri gott að við vær­um á þess­um fundi, bara svona sem augu og eyru sko. En Geir virðist vera gríðarlega mikið á móti því að vera með mikið af fólki á svona fund­um og seg­ir okk­ur að fara heim rétt fyr­ir fund­inn. Síðan er hringt í mig rétt eft­ir fund­inn, kl. hálf þrjú eða eitt­hvað, ég er sof­andi, og það er … hvort það er Tryggvi sem seg­ir mér að það hafi verið stór­kost­leg mis­tök að við höf­um ekki verið á þess­um fundi, að þarna hafi sann­leik­ur­inn komið fram og það sé aug­ljóst að við ætt­um að keyra á neyðarplanið og ég eigi bara að vakna snemma og byrja að fram­kvæma þetta neyðarpl­an.

Við skýrslu­töku lýsti Árni M. Mat­hiesen fund­in­um með J.P. Morg­an með eft­ir­far­andi orðum:

„[...] og þá hitt­um við þessa menn frá J.P. Morg­an og það var eig­in­lega „krús­íalt“, því þá er eig­in­lega tek­in ákvörðun um það að fara í neyðarlög­in [...].“ Árni sagði einnig: „[...] þeir eig­in­lega sögðu bara að  það væri ekki um neitt annað að ræða held­ur en að und­ir­búa okk­ur und­ir það að við þyrft­um að fara inn í bank­ana og skipta þeim upp og beita þess­ari Washingt­on Mutual aðferð, þetta væri bara viður­kennd aðferð í svona stöðu og lýstu því.“

Við skýrslu­tök­una spurði rann­sókn­ar­nefnd Alþing­is Árna því næst hvort svo­kölluð Washingt­on Mutual aðferð væri ekki sú aðferð að skipta banka í „góðan“ banka og „slæm­an“ banka. Árni svaraði: „Jú, það var raun­veru­lega það sem var gert.“

Und­ar­leg stund

Björg­vin G. Sig­urðsson lýsti því við skýrslu­töku að þrír full­trú­ar J.P. Morg­an hefðu sótt fund­inn með ráðherr­um þetta kvöld. Sá sem orð hefði haft fyr­ir full­trú­um J.P. Morg­an hafi verið bresk­ur. Um þann mann sagði Björg­vin:

„Hann var hérna lengi, svo var hann feng­inn til að vera hérna áfram, hann var hérna heil­lengi, það var mjög greini­lega vel reynd­ur og sjóaður maður. Þannig að ein­hvern veg­inn, þetta var mjög und­ar­leg stund, allt í einu varð okk­ur þetta morg­un­ljóst, maður­inn bara teiknaði þetta upp á töflu. Bara allt í einu, þetta var svona stund sann­leik­ans eft­ir þessa geðveiku rúss­íbana­helgi, sem var kannski meira og minna byggð á ósk­hyggju, ör­ugg­lega eft­ir á.“

Svaka­lega „næs" menn létu okk­ur fá það beint milli augn­anna

Össur sagði einnig: „Þeir voru alla vega ekki með mikið af papp­ír­um. En ég held að þeir hafi verið bún­ir að vera þarna í ein­hverja daga kannski, kannski leng­ur. Og þeir höfðu, ég hef ekki hug­mynd um hvaðan þeir höfðu sín­ar, þeir virt­ust tala, þeir þekktu fjár­málakrepp­ur og þeir sögðu: Þetta er bara svona, ykk­ar banka­kerfi er þannig að það er varla hægt að bjarga því. Og ef það er hægt að bjarga ein­hverju þá er það Kaupþ..., þá er það KB. Þeir töluðu um að þeir væru snjall­ir.“

Í tölvu­bréfi sem Össur Skarp­héðins­son sendi kl. 3:48 aðfaranótt mánu­dags­ins 6. októ­ber 2008 seg­ir Össur frá fundi ráðherra með full­trú­um J.P. Morg­an. Össur seg­ir að full­trú­ar fyr­ir­tæk­is­ins hafi ráðlagt „að þingið samþykkti á morg­un, helst í nótt“ sér­stak­ar heim­ild­ir fyr­ir stjórn­völd til að bregðast við aðsteðjandi vanda. Auk þess hafi þeir lagt til að samn­ingi við Glitni yrði rift.

Dag­inn eft­ir flutt­ir Geir H. Haar­de sjón­varps­ávarp til þjóðar­inn­ar og um kvöldið samþykkti Alþingi neyðarlög sem gerðu stjórn­völd­um kleift að yf­ir­taka banka og stofna nýja.

Björgvin G. Sigurðsson ræðir við fjölmiðla utan við Ráðherrabústaðinn í …
Björg­vin G. Sig­urðsson ræðir við fjöl­miðla utan við Ráðherra­bú­staðinn í byrj­un októ­ber 2008.
Geir Haarde ræðir við fréttamenn í ráðherrabústaðnum.
Geir Haar­de ræðir við frétta­menn í ráðherra­bú­staðnum.
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert