Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokks, segist hafa áhyggjur af því að ekki ætli þingmenn allra flokka að koma úr skotgröfunum á meðan rætt er um skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. Hann segir fulltrúa Samfylkingar kenna öllum öðrum um hrunið, þrátt fyrir að flokkurinn hafi setið í ríkistjórn í aðdraganda hrunsins.
„Enginn flokkur stóð jafn dyggilega vörð um útrásina og útrásarvíkingana,“ sagði Sigmundur Davíð og beindi orðum sínum til Guðbjarts Hannessonar, þingmanns Samfylkingar, sem flutti fyrstu ræðu dagsins. Sigmundur sagði fulltrúa Samfylkingar reyna lokka aðra upp úr skotgröfunum til þess eins að skjóta á þá. Innan hans skorti að menn líti í eigin barm. Í kjölfarið rifjaði hann upp kafla úr stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar um að lækka átti skatta frekar og efla alþjóðlega fjármálastarfsemi.
Guðbjartur sagði fullyrðingar koma fram í máli formanns Framsóknarflokks sem hann kannist ekki við. Flokkurinn feli ekki sína ábyrgð eða veru sína í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokksins.