Grunur um lögbrot í fjölda tilvika

Það verður hlutverk setts saksóknara að taka ákvörðun um það …
Það verður hlutverk setts saksóknara að taka ákvörðun um það hvort mál verði höfðuð í framhaldi af ábendingum rannsóknanefndarinnar. Guðmundur Rúnar Guðmundsson

Á fundi á sunnudag afhenti rannsóknarnefnd Alþingis Birni L. Bergssyni, settum ríkissaksóknara, bréf með tilkynningum um mál sem komu upp við rannsókn nefndarinnar, þar sem grunur leikur á að refsiverð háttsemi hafi átt sér stað.

Grunurinn beinist m.a. að stóru bönkunum þremur, fyrirtækjum, eignarhaldsfélögum og helstu endurskoðunarfyrirtæki landsins.

Bréfið var efnislega samhljóða 22. kafla rannsóknarskýrslunnar. Settur ríkissaksóknari mun einnig fara yfir skýrsluna og vísa málunum í viðeigandi farveg.

Að sögn Ólafs Haukssonar, sérstaks saksóknara, eru mörg málin, eða angar þeirra, þegar í rannsókn. Það ætti ekki við um öll málin en hann vildi ekki gefa upp hvaða nýju mál hefðu hugsanlega bæst við.

Í upphafi kaflans er fjallað um ábyrgð stjórnenda fjármálastofnana en nefndin telur tilefni til að rannsakað verði hvort stjórn og framkvæmdastjórar hinna föllnu fjármálastofnana hafi brotið starfsskyldur sínar við stjórnun og eftirlit þannig að við refsingu varði.

Í umfjöllun um fjármögnun bankanna bendir nefndin á að rannsaka þurfi háttsemi Kaupþings sem milliliðar og lánveitanda við sölu á skuldatryggingaálagi á sjálft sig í september 2008. Seljendur skuldatryggingarinnar voru stórir viðskiptavinir Kaupþings sem gátu aðeins grætt á þessum viðskiptum en áhættan var öll bankans.

Sjá nánari og ítarlegri umfjöllun um þennan þátt mála í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert