Húsnæðislánin voru „tómt rugl"

Haft er eft­ir fyrr­ver­andi banka­stjóra Lands­bank­ans, í skýrslu rann­sókn­ar­nefnd­ara, að hús­næðislán bank­anna, sem byrjað var að veita árið 2004, hafi verið „tómt rugl". Lán­in hafi verið á of lág­um vöxt­um fyr­ir bank­ana og hann hafi ekki séð hvernig þetta ætti að vera ger­legt.

„En hvað átt­irðu að gera? Þegar kerfið er hannað þannig að ef þú ferð í viðskipti þá ertu læst­ur næstu 40 ár. Hvað áttu að gera? Og þú bara ferð út í vit­leys­una líka. Og ég var alltaf hissa á að Moo­dy‘s sögðu ekki við mann: Eruð þið klikkaðir? Ég var alltaf að vona að þeir mundu setja eitt­hvert vit í gal­skap­inn,“ er haft eft­ir Sig­ur­jóni í skýrslu nefnd­ar sem fjallaði um siðferðilega þætti hruns­ins.

Í skýrsl­unni seg­ir, að þegar síðan var hægt að taka lán á er­lend­um kjör­um með mun lægri vöxt­um en hér höfðu tíðkast töldu sum­ir sig hafa dottið í lukkupott­inn. En þeir sem tóku lán í er­lendri mynt á mekt­ar­ár­um ís­lensku krón­unn­ar sitji nú uppi með lán sem hafa tvö­fald­ast og vel það.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert