Haft er eftir fyrrverandi bankastjóra Landsbankans, í skýrslu rannsóknarnefndara, að húsnæðislán bankanna, sem byrjað var að veita árið 2004, hafi verið „tómt rugl". Lánin hafi verið á of lágum vöxtum fyrir bankana og hann hafi ekki séð hvernig þetta ætti að vera gerlegt.
„En hvað áttirðu að gera? Þegar kerfið er hannað þannig að ef þú ferð í viðskipti þá ertu læstur næstu 40 ár. Hvað áttu að gera? Og þú bara ferð út í vitleysuna líka. Og ég var alltaf hissa á að Moody‘s sögðu ekki við mann: Eruð þið klikkaðir? Ég var alltaf að vona að þeir mundu setja eitthvert vit í galskapinn,“ er haft eftir Sigurjóni í skýrslu nefndar sem fjallaði um siðferðilega þætti hrunsins.
Í skýrslunni segir, að þegar síðan var hægt að taka lán á erlendum kjörum með mun lægri vöxtum en hér höfðu tíðkast töldu sumir sig hafa dottið í lukkupottinn. En þeir sem tóku lán í erlendri mynt á mektarárum íslensku krónunnar sitji nú uppi með lán sem hafa tvöfaldast og vel það.