Í kjölfar skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis þarf sérstakur saksóknari að endurskipuleggja áætlanir og forgangsraða rannsóknum. Þetta kom fram í máli Rögnu Árnadóttur, dómsmálaráðherra, við umræður um rannsóknarskýrsluna á Alþingi í dag.
Ragna segir að unnið sé að endurskipulagningunni, og hún hafi gert ríkisstjórninni grein fyrir því á ríkisstjórnarfundi í morgun. Af hálfu ríkisstjórnarinnar er lögð áhersla á, að sérstökum saksóknara verði gert kleift að tryggja skilvirka og vandaða rannsókn mála og saksókn.
Mat á fjárþörf embættisins fer nú fram, og eining er beðið greiningu embættisins á mannaflaþörf. Þó sú greining liggi ekki fyrir er ljóst að verulega þarf að auka fjárveitingar til embættisins.
Ragna sagði að fyrstu ákærur yrðu að öllum líkindum gefnar út í lok mánaðarins.