Vanræksla þriggja ráðherra með athafnaleysi

Brynjar Gauti

Þrír fyrrverandi ráðherrar eru með athafnaleysi sínu taldir hafa sýnt vanrækslu. Ráðherrarnir eru Geir H. Haarde forsætisráðherra, Árni M. Mathiesen fjármálaráðherra og Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra.

Ályktanir rannsóknarnefndarinnar eru samhljóða um ráðherrana þrjá. Þar segir að athugun rannsóknarnefndar Alþingis bendi ekki til þess að ráðherrarnir hafi í aðdraganda falls íslensku bankanna gripið til viðhlítandi ráðstafana í samræmi við það sem tilefni var til. Rannsóknarnefndin telur að með því athafnaleysi sínu hafi ráðherrarnir látið hjá líða að bregðast við yfirvofandi hættu á viðeigandi hátt og með því sýnt af sér vanrækslu í skilningi 1. mgr. 1. gr. laga nr. 142/2008.

Hætta á fjármálaáfalli

Nefndin telur að ráðherrunum þremur hafi borið að hafa frumkvæði að því, annaðhvort með eigin aðgerðum eða með tillögu um það til annarra ráðherra, að innan stjórnkerfisins væri unnin heildstæð og fagleg greining á fjárhagslegri áhættu sem ríkið stóð frammi fyrir vegna hættu á fjármálaáfalli. Enn fremur verði að telja að ráðherrum hafi borið að byggja yfirlýsingar sem þeir kusu að gefa opinberlega um stuðning ríkisins við bankana, óháð orðalagi þeirra eða tilgangi í sjálfum sér, á traustum grundvelli.

Sjá ítarlegri umfjöllun um vanrækslu ráðherranna í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert