Vildu refsa Íslendingum

Alistair Darling, fjármálaráðherra Breta, og Gordon Brown, forsætisráðherra.
Alistair Darling, fjármálaráðherra Breta, og Gordon Brown, forsætisráðherra. Reuters

Rann­sókn­ar­nefnd Alþing­is seg­ir í skýrslu sinni, sem birt var í gær, að vart sé hægt að draga aðra álykt­un af skýr­ing­um breskra ráðamanna á því að beita hryðju­verka­lög­um til að frysta fjár­muni Lands­bank­ans í októ­ber 2008, en þá að með aðgerðinni hafi ætl­un­in verið að „refsa“ ís­lensk­um stjórn­völd­um.

Nefnd­in seg­ir ljóst, að með aðgerðum sín­um hafi bresk stjórn­völd beitt harka­legri úrræðum en fal­ist hefðu í hefðbund­inni kyrr­setn­ingu eigna Lands­bank­ans eða öðrum venju­leg­um trygg­ing­ar­ráðstöf­un­um sem al­gengt sé að gripið sé til í til­efni af greiðslu­stöðvun fjár­mála­fyr­ir­tæk­is.

Rann­sókn­ar­nefnd­in seg­ir, að bresk stjórn­völd hafi talið gjörðir ís­lenskra stjórn­valda ekki hafa verið í sam­ræmi við yf­ir­lýs­ing­ar þeirra um að þau myndu standa við skuld­bind­ing­ar sín­ar. Þá virðist bresk stjórn­völd einnig hafa dregið í efa heim­ild ís­lenskra stjórn­valda til að tryggja inni­stæður á Íslandi að fullu en ekki í Bretlandi og litið svo á, að með því væri jafn­rétti inn­stæðueig­enda ekki virt.

Áttu að út­skýra stöðuna bet­ur

Þá tel­ur rann­sókn­ar­nefnd­in það gagn­rýn­is­vert, að ís­lensk stjórn­völd skuli ekki hafa sinnt því að út­skýra með skýr­ari hætti fyr­ir bresk­um stjórn­völd­um hver afstaða ís­lenskra stjórn­valda væri gagn­vart skuld­bind­ing­um Trygg­ing­ar­sjóðs inn­stæðueig­enda og fjár­festa þótt eft­ir því væri leitað. Það teng­ist því hversu lengi ís­lensk stjórn­völd voru að gera upp við sig hvaða stefnu bæri að taka.

Þá  hafi  ís­lensk stjórn­völd einnig van­rækt, að út­skýra bæði for­send­ur og hina póli­tísku stefnu sem tek­in var með neyðarlög­un­um í októ­ber 2008 fyr­ir bresk­um og hol­lensk­um stjórn­völd­um. Tel­ur rann­sókn­ar­nefnd­in, að ís­lensk­um stjórn­völd­um hafi að lág­marki borið að fela ut­an­rík­isþjón­ust­unni að út­skýra meg­in­sjón­ar­mið sín fyr­ir þeim eft­ir lok­un markaða 6. októ­ber 2008 þegar neyðarlaga­frum­varpið var lagt fyr­ir Alþingi, úr því ráðherr­ar ákváðu að ræða ekki milliliðalaust við ráðamenn þeirra ríkja þar sem ís­lensku bank­arn­ir voru um­svifa­mest­ir.

„Sér­stak­lega var þetta brýnt gagn­vart bresk­um og hol­lensk­um ráðamönn­um. Það var til þess fallið að hleypa auk­inni hörku í sam­skipti þjóðanna að ís­lensk stjórn­völd létu þetta und­ir höfuð leggj­ast," seg­ir rann­sókn­ar­nefnd­in.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert