Ekki liggur enn fyrir hver verður endanlegur kostnaður vegna starfa rannsóknarnefndar Alþingis um bankahrunið og útgáfu skýrslu hennar.
En að sögn Helga Bernódussonar, skrifstofustjóra Alþingis, er áætlað að kostnaðurinn verði allt að 200 milljónir króna.
Þar af er áætlað að kostnaðurinn við nefndarstarfið verði um 150 milljónir og kostnaður við útgáfu skýrslunnar verði um 50 milljónir.
Sjá nánar í Morgunblaðinu í dag.